Þessar árásir áttu sér stað aðfaranótt föstudag og beindust að minnst fjórum rússneskum herflugvöllum að sögn ISW sem byggir upplýsingar sínar á fréttum úkraínskra fjölmiðla og heimildarmönnum innan úkraínsku leyniþjónustunnar. Einnig sýna upptökur sprengingar við þrjá af þessum fjórum herflugvöllum.
ISW hefur þó ekki fengið neinar sjónrænar staðfestingar á að Úkraínumönnum hafi tekist að eyðileggja flugvélar eða valda skaða á innviðum á flugvöllunum.
Fram að þessu hafa drónaárásir Úkraínumanna beinst að einum flugvelli í einu en ISW segir það athyglisvert að nú hafi þeir getu til að gera árásir á marga í einu og sýni að úkraínski herinn hafi eflst.