Þetta kemur fram í umfjöllun The Guardian sem byggir frétt sína á upplýsingum frá nokkrum heimildarmönnum innan HUR. Segja þeir að markmið leyniþjónustunnar sé að eyðileggja brúna og segja þeir „óhjákvæmilegt“ að hún verði eyðilögð.
Einn heimildarmannanna gekk enn lengra í lýsingu sinni og sagði: „við munum gera þetta á fyrri helmingi 2024“. Sami heimildarmaður sagði að Kyrylo Budanov, yfirmaður HUR, stýri aðgerðinni sem Volodymyr Zelenskyy, forseti, hafi samþykkt. Sagði heimildarmaðurinn að HUR ráði nú yfir flestu því sem þurfi til að þetta heppnist.
En hvort sem ráðist verður á brúna eða ekki þá liggur fyrir að Úkraínumenn hafa áður ráðist á hana. Fyrsta árásin var gerð í október 2022 en þá virðist sem þeir hafi notað flutningabíl fullan af sprengiefni. Hann sprakk á brúnni og olli miklu tjóni en Rússum tókst að gera við hana.
Í fyrra létu þeir aftur til skara skríða og notuðu þá sjávardróna og aftur tókst þeim að valda miklu tjóni á brúni en aftur tókst að gera við hana.