Manchester United 2 – 2 Liverpool
0-1 Luis Diaz(’23)
1-1 Bruno Fernandes(’50)
2-1 Kobbie Mainoo(’67)
2-2 Mohamed Salah(’84, víti)
Liverpool missteig sig í titilbaráttunni á Englandi í kvöld er liðið mætti Manchester United á Old Trafford.
Ljóst er að Arsenal endar helgina á toppi deildarinnar en liðið er með 71 stig líkt og Liverpool en með betri markatölu.
Liverpool komst yfir gegn United í Manchester í dag en heimaliðið skoraði tvö mörk í seinni hálfleik og sneri leiknum sér í vil.
Mohamed Salah sá um að tryggja Liverpool dýrmætt stig með marki úr vítaspyrnu á 84. mínútu.
Enn meiri spenna á toppnum eftir þennan leik en aðeins sjö umferðir eru eftir.