Tenórinn ástsæli Luciano Pavarotti var matmaður mikill og segja heimildir að hann hafi falið máltíðir í Metropolian óperuhúsinu til að gæða sér á milli atriða. Metropolitan óperuhúsið á Lincoln Square á Broadway í New York var uppáhalds staður Pavarotti til að syngja í.
Óperustjórinn Peter Gelb fór nýlega með vini Barböru Tober, sem verður heiðruð á árlegu On Stage á The Met Gala 20. maí, í skoðunarferð baksviðs um óperuhúsið og sagði um tenórinn: „Pavarotti, sem hafði óseðjandi matarlyst, geymdi oft birgðir af uppáhalds pastanu sínu í vængjunum svo hann gæti ráfað af sviðinu á milli aría og fengið sér snarl.“
Pavarotti lést árið 2007 en hann öðlaðist fyrst frægð í Bandaríkjunum eftir flutning hans á „La Fille Du Regiment“ árið 1972 í fræga Lincoln Center salnum. Pavarotti varð heimsfrægur sem einn af tenóunum þremur ásamt Placido Domingo og Jose Carrera. Fyrsti flutningur hans í beinni útsendingu árið 1977, „Live From The Met“, þegar hann flutti La Boheme náði til flestra áhorfenda í útsendingu á óperu.