fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Eyjan

Guðjón spyr hvort að Davíð sé farið að förlast eins og Joe Biden – Dreifir slúðursögu sem á sér „enga stoð í raunveruleikanum“

Eyjan
Sunnudaginn 7. apríl 2024 13:30

Ólafur Ragnar Grímsson, Davíð Oddsson og Guðjón Friðriksson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, furðar sig á Davíð Oddssyni, ritstjóra Morgunblaðsins, og veltir því upp hvort að honum sé farið að förlast eins og Joe Biden, Bandaríkjaforseta, en ritstjóranum er tíðrætt um elliglöp hans.

Ástæðan er sú að í vikunni skrifaði Davíð ritstjórnargrein í Morgunblaðið þar sem hann fullyrti að bók Guðjóns um Ólaf Ragnar Grímsson, forseta, sem kom út árið 2008, hafi átt að heita „Útrásarforsetinn“ en verið breytt á síðustu stundu í ljósi óheppilegra hugrenningartengsla við efnhagshrunið sem þá gekk yfir.

Forsetinn sá fékk Guðjón Friðriksson sagnfræðing til að skrifa um sig bók og voru gömlu bankarnir, sem útrásarvíkingarnir höfðu blóðmjólkað, látnir bera drjúgan hluta kostnaðar. Heiti bókarinnar var „Útrásarforsetinn“. Það var örstuttu áður en afleiðingar af óábyrgri og stórskaðlegri framgöngu „útrásarinnar“ voru að verða öllum ljósar. Bókarefnið sendi höfundinn með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega, en menn sátu hins vegar uppi með efniskaflana. Nafnið „Útrásarfor
setinn“ breyttist í „Saga af forseta“,“ skrifaði Davíð í ritstjórnargreininni síðastliðinn föstudag.

Guðjón birti færslu á samfélagsmiðlum í kjölfarið þar sem hann, eins og áður segir, furðaði sig á birtingu slúðursögunnar sem hann kvaðst ekki hafa heyrt áður.

Aldrei heyrt slúðursöguna fyrr en nú

„Fyrir tæpum 16 árum kom út eftir mig bók um þann umdeilda mann, Ólaf Ragnar Grímsson, Saga af forseta. Auðvitað sýndist mönnum sitt hvað um bókina eins og gengur og gerist og ekkert við því að segja. En í gang fór jafnframt ýmis konar slúður um aðdragandann að bókinni sem maður heyrði sumt en vafalaust sumt ekki. Mér til undrunar birtist ein slík slúðursaga um síðir í leiðara Morgunblaðsins í morgun en hana hafði ég ekki heyrt áður. Þar segir að bókin hafi átt að heita Útrásarforsetinn. Síðan segir að þegar hrunið varð hafi ég, bókarhöfundur, sent bókarefnið „með hraði upp í útgáfuna til að breyta hinu nú vandræðalega nafni og tókst það naumlega“. Þessa sögu hef ég aldrei heyrt áður enda á hún sér enga stoð í raunveruleikanum,“ skrifar Guðjón.

Hann segir það aldrei hafa hvarflað að sér að láta bókina heita Útrásarforsetinn og það nafn  hafi aldrei komið upp að honum vitanlega – fyrr en nú.

„Ég vona að ritstjóra Morgunblaðsins sé ekki farið að förlast eins og honum sjálfum er tíðrætt um varðandi ákveðinn stjórnmálamann vestan hafs,“ skrifar Guðjón.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum

Brynjar Níelsson: Sjálfstæðisflokkurinn hætti að tala við kjósendur sína sem misstu þolinmæðina gagnvart flokknum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju

Þrír nýir stjórnendur hjá Lyfju
Eyjan
Fyrir 5 dögum

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle

KAPP kaupir bandarískt fyrirtæki í Seattle
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?

Ólafur Ágúst Hraundal skrifar: Er Vernd einkarekið fangelsi í dulargervi áfangaheimilis?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“