fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fréttir

Halla Hrund býður sig fram til forseta Íslands

Ragna Gestsdóttir
Sunnudaginn 7. apríl 2024 10:05

Halla Hrund Logadóttir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri og aðjúnkt við Harvard háskóla gefur kost á sér til embættis forseta Íslands í forsetakosningunum sem fram fara þann 1. júní.

Ég býð mig fram til embættis forseta Íslands sem fulltrúi almennings, fulltrúi fólksins í landinu. Ég ólst upp í blokk í Árbænum og varði öllum skólafríum í sveitinni austur á Síðu hjá ömmu og afa. Ég ólst upp við þau gildi að mikilvægt væri að leggja sig fram, trúa á það góða í fólki og að allt væri hægt. Í embætti forseta Íslands vil ég halda þessum gildum á lofti og leggja áherslu á samstöðu okkar sem þjóðar, náttúru okkar, menningu og hugvit – fyrir framtíðina.

Halla Hrund er fædd í Reykjavík 12. mars 1981. Eiginmaður hennar er Kristján Freyr Kristjánsson, framkvæmdastjóri og meðstofnandi hugbúnaðarfyrirtækisins 50skills. Þau eiga tvær dætur, Hildi Kristínu, 11 ára, og Sögu Friðgerði, 4 ára. 

Halla Hrund er með BA gráðu í stjórnmálafræði frá Háskóla Íslands, meistaragráðu í alþjóðasamvinnu með áherslu á hagfræði og orkumál frá The Fletcher School við Tufts háskóla, og meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Harvard háskóla með áherslu á umhverfis- og orkumál.

Halla Hrund Logadóttir

Halla Hrund var skipuð orkumálastjóri árið 2021, fyrst kvenna. Hún starfar jafnframt sem aðjúnkt við Harvard þar sem hún kennir á meistarastigi. Frá árinu 2017 hafði hún starfað sem meðstofnandi og framkvæmdastjóri við miðstöð Norðurslóða, Arctic Initiative, við Harvard. Árið 2019 var Halla Hrund valin Young Global Leader og kom Halla Hrund að kortlagningu breytingaþátta Norðurslóða á vettvangi World Economic Forum. Frá árinu 2015-2021 vann Halla Hrund að nýsköpunarverkefninu Arctic Innovation Lab í samvinnu við fjölda háskóla og var leiðbeinandi í ýmsum orkutengdum nýsköpunarhröðlum. 

Halla Hrund hefur setið í stjórn Orkusjóðs frá árinu 2015. Sama ár hóf hún störf sem stundakennari við Háskólann í Reykjavík (HR), þar sem hún kennir námskeið um stefnumótun á sviði orkumála með áherslu á loftslagsmál. Halla Hrund var framkvæmdastjóri Iceland School of Energy við HR frá árinu 2013 fram til ársins 2016. Árin 2011 til 2013 var Halla Hrund forstöðumaður alþjóðaþróunar við HR. 

Fyrst eftir útskrift úr stjórnmálafræði árið 2005 lá leið Höllu Hrundar til Brussel í Belgíu þar sem hún starfaði á vegum utanríkisráðuneytisins að menningarmálum. Þar hélt hún meðal annars eina stærstu menningarhátíð sem Ísland hefur haldið erlendis með þátttöku Þjóðleikhússins, Íslenska dansflokksins, Iceland Airwaves, Listasafns Reykjavíkur og fleiri aðila. 

Frá Brussel fór Halla Hrund til Tógó í Vestur-Afríku þar sem hún tók þátt í nýsköpunar- og kennsluverkefni í höfuðborg landsins, Lomé. Halla Hrund fór síðan til Parísar og vann í nokkra mánuði hjá OECD, Efnahags- og framfarastofnun Evrópu, áður en hún hélt áfram í námi. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“

Lögfræðingur segir lögregluna á Suðurnesjum hafa gert ólöglega húsleit á heimili hans – „Ég er reiður“
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð

Kirkjugarður Hafnarfjarðar að breytast í bílakirkjugarð
Fréttir
Í gær

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán

Vilhjálmur bendir á hvað vaxtahækkun Íslandsbanka þýðir fyrir 45 milljóna króna lán
Fréttir
Í gær

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið

Kröfur í bú veitingastaðarins Héðins reyndust mun meiri en áður var talið
Fréttir
Í gær

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli

Segir að Kim Jong-un hafi Pútín að fífli
Fréttir
Í gær

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar

Fyrstu myndir af gosinu úr þyrlu Landhelgisgæslunnar