Varnarmaðurinn Marquinhos hefur í raun staðfest það að hann sé ekki á förum frá franska stórliðinu PSG á næstunni.
Marquinhos hefur verið öflugur varnarmaður í mörg ár en hann er enn aðeins 29 ára gamall og er oft orðaður við önnur félög.
Brassinn hefur spilað með PSG í heil 11 ár og er ekki að leitast eftir því að semja við annað félag áður en ferlinum lýkur.
,,Ég sé framtíðina hér, hjá PSG. Ég vil spila í þessari treyju, fyrir þetta félag og þessi borg er mitt heimili,“ sagði Marquinhos.
,,Ég er tilbúinn að hjálpa á þann hátt sem ég get, ég er meira en reiðubúinn að klára ferilinn hjá PSG.“
,,Að enda ferilinn hér væri alls ekki slæmt!“