fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
433Sport

Sturlaðist eftir dómgæsluna í ensku úrvalsdeildinni í gær – ,,Ömurleg, ömurleg og ömurleg ákvörðun“

Victor Pálsson
Sunnudaginn 7. apríl 2024 12:00

Gary O'Neill

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gary O’Neill, stjóri Wolves, var bálreiður í gær eftir leik sinna manna við West Ham sem tapaðist 2-1.

Wolves taldi sig hafa jafnað metin undir lok leiks er Max Kilman skoraði eftir fast leikatriði en að lokum var rangstaða dæmd.

Dómurinn er gríðarlega umdeildur en Tawanda Chirewa var dæmdur brotlegur og var talinn hafa áhrif á Lukasz Fabianski, markmann West Ham.

O’Neill var öskuillur eftir leikinn í gær og baunaði hressilega á dómaratríóið sem fékk í raun falleinkunn fyrir frammistöðu sína í þessum leik.

,,Þetta var ömurleg, ömurleg og ömurleg ákvörðun. Ég get ekki skilið þetta. Ég hef rætt við David Moyes og hann sagði það sama,“ sagði O’Neill.

,,Þetta var aldrei rangstaða, Lukasz Fabianski sagði líka það sama, hann var sannfærður um að þetta væri ekki rangstaða.“

,,Það er klikkun að dómari í ensku úrvalsdeildinni geti horft á skjáinn og dæmt þetta svo rangt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Trent með svakalegt tilboð á borðinu

Trent með svakalegt tilboð á borðinu
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær

Hefur verið hjá félaginu í níu ár en spilaði sinn fyrsta leik í gær
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“

Arteta staðfestir meiðslin: ,,Virkilega slæmar fréttir“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum

Amorim segist geta fengið inn leikmenn í glugganum
433Sport
Í gær

ÍR skoraði sex gegn Víkingum

ÍR skoraði sex gegn Víkingum
433Sport
Í gær

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“

Salah bjóst ekki við þessum árangri í vetur – ,,Vissi ekki að hann væri svona góður“
433Sport
Í gær

Enginn kemst nálægt Salah í launum

Enginn kemst nálægt Salah í launum
433Sport
Í gær

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham

England: Chelsea án sigurs í fjórum leikjum – City valtaði yfir West Ham