Stórstjarnan Ederson var umræðuefni á Englandi í gær er Manchester City heimsótti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni.
Ederson hefur verið fjarverandi undanfarið en markmaðurinn var mættur á varamannabekkinn í 4-2 sigri í gær.
Myndavélar vallarins fóru ansi illa með Ederson og mynduðu hann í tvígang, í fyrra skiptið boraði hann í nefið og í því seinna sást hann hrækja hressilega á jörðina.
,,Hann boraði í netið of hrækti tvisvar þegar við mynduðum hann. Við ætlum ekki að mynda hann aftur,“ sagði Lucy Ward sem lýsti leiknum á TNT Sport.
Stuðningsmenn og áhorfendur höfðu þó gaman að en myndir af þessu má sjá hér.