Stjarnan Alexander Isak varð í gær nýjasta fórnarlamb ræningja í Englandi en hann leikur með Newcastle í ensku úrvalsdeildinni.
Isak býr í fallegu heimili í Newcastle en hann gekk í raðir liðsins fyrir um tveimur árum frá Real Sociedad á Spáni.
Þjófarnir réðust inn á heimili Isak 48 klukkutímum áður en hann spilaði með liði sínu gegn Fulham í 1-0 sigri um helgina.
Nágranni og liðsfélagi Isak, Joelinton, varð fyrir því sama fyrir þremur mánuðum en aðrir hafa lent í slíku á undanfarin ár og nefna má Jack Grealish, Raheem Sterling og Alex Oxlade-Chamberlain.
Þessi hópur þjófa sérhæfir sig í að ræna hús knattspyrnumanna og þá þegar þeir ferðast með eigin liði í útileiki.
Isak er 175 milljónum króna fátækari eftir innbrotið en þjófarnir stálu dýrum skartgripum sem og einni bifreið leikmannsins.