Víkingur 2 – 0 Stjarnan
1-0 Gunnar Vatnhamar(’45)
2-0 Helgi Guðjónsson(’73)
Fyrsta leik Bestu deildarinnar 2024 er nú lokið en Víkingur spilaði við Stjörnuna á Víkingsvelli í kvöld.
Leikurinn var nokkuð rólegur en átti sín augnablik en það voru meistararnir sem höfðu betur, 2-0.
Gunnar Vatnhamar skoraði fyrsta mark mótsins með flottu skoti innan teigs og var staðan 1-0 fyrir Víkingum eftir fyrri hálfleik.
Helgi Guðjónsson sá svo um að gulltryggja sigur Víkinga á 73. mínútu og vann 2-0 heimasigur.
Fjórir leikir eru spilaðir á morgun en fyrsta umferðin er í fullum gangi.