Arsenal var í stuði á Amex vellinum í kvöld er liðið mætti Brighton í lokaleik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.
Kai Havertz átti flottan leik fyrir gestina en hann bæði lagði upp mark og skoraði í 3-0 sigri.
Það var Bukayo Saka sem skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu og Leandro Trossard gerði það þriðja.
Arsenal er á toppi deildarinnar með 71 stig en Liverpool er sæti neðar og á leik til góða.
Hér má sjá einkunnir kvöldsins.
Brighton: Verbruggen (7), Lamptey (5), Van Hecke (5), Dunk (5), Estupinan (5), Gross (6), Baleba (6), Moder (6), Enciso (7), Adingra (6), Welbeck (6).
Varamenn: Buonanotte (6), Pedro (6), Fati (6).
Arsenal: Raya (7), White (7), Saliba (7), Gabriel (7), Zinchenko (5), Odegaard (7), Rice (7), Jorginho (7), Saka (7), Havertz (8), Jesus (7).
Varamenn: Trossard (7), Martinelli (6), Tomiyasu (6)