fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Kæran gegn Semu og Maríu felld niður – „Innihaldslaust hugarfóstur“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 6. apríl 2024 11:42

Einar kærði Semu og Maríu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan hefur hætt rannsókn máls vegna kæru gegn Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldar-Þrastardóttur. Helga Vala Helgadóttir, lögmaður Semu, greinir frá þessu.

„Þessa dagana eru sjálfboðaliðar í Kaíró á vegum Solaris hjálparsamtaka að vinna þrekvirki við að taka á móti fjölda Palestínufólks með dvalarleyfi á Íslandi, mest konum og börnum, sem eru að flýja þjóðarmorð á Gaza. Þökk sé öllum þeim þúsundum einstaklinga sem studdu landssöfnun fyrir Palestínu hefur sjálboðaliðum tekist að koma nærri 150 manns úr bráðum lífsháska og mannúðarkrísu en íslensk stjórnvöld hættu störfum og skildu þar með eftir tugi einstaklinga sem sjálfboðaliðar hafa nú komið undan þjóðernishreinsunumm,“ segir Helga.

„Því miður þá hefur orka tveggja forsvarskvenna aðgerða Solaris í Kaíró, þeirra Semu Erlu Serdaroglu og Maríu Lilju Ingveldar-Þrastardóttur, farið í það undanfarna daga að verjast tilhæfulausri kæru Einars S. Hálfdánarsonar, sem sakaði þær meðal annars um refsiverð brot við fjársöfnunina og að hafa borið mútufé í erlenda opinbera starfsmenn í tengslum við aðstoð sína við palestínskt fólk á flótta.“

Þetta séu pólitískar ofsóknir og algjörlega tilhæfulausar kærur sem skipti engu máli í stóru myndinni. Verkefni Solari séu mikilvægari en svo að láta slíkt trufla.

„Þær eru hins vegar fyrst og fremst merki um tilraun manns með sterk tengsl við valdakerfið til að eyðileggja orðspor fólks og valda því skaða, m.a. hafa af því lífsviðurværið, þar sem kærunni var meðal annars dreift til vinnuveitenda hinna kærðu, allt í þeim tilgangi að stöðva baráttuna fyrir mannréttindum.“

Lögreglan hefur hætt rannsókninni vegna þess að ekki er talinn grundvöllur til að halda henni áfram.

„Kæran var ekki studd neinum gögnum og að því er virðist eingöngu innihaldslaust hugarfóstur kæranda, í þeim tilgangi að hræða baráttufólk fyrir mannréttindum,“ segir Helga Vala.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Læknar samþykkja kjarasamning

Læknar samþykkja kjarasamning
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“

Alvotech ætlar að byggja þrjár leikskóla í Reykjavík fyrir starfsfólk sitt – „Við vildum finna lausnir“
Fréttir
Í gær

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar

Katrín upplifði sorg eftir Alþingiskosningarnar
Fréttir
Í gær

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“

Útför Sólons fór fram í dag – „Mikið er ég reið og sorgmædd yfir aðgerðarleysi Icelandair í kjölfar andláts þíns“
Fréttir
Í gær

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum

Íslensk vötn ekki eins hrein og við hreykjum okkur af – Hættuleg eilífðarefni yfir mörkum í öllum sýnum
Fréttir
Í gær

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“

Henrietta segir foreldrajafnrétti stærsta jafnréttismálið – „Þetta misrétti hef ég upplifað á eigin skinni“