Ruben Amorim neitar að staðfesta það að hann verði áfram hjá liði Sporting Lisbon næsta vetur.
Um er að ræða einn eftirsóttasta þjálfara heims en hann hefur gert stórkostlega hluti í Portúgal.
Stórlið eru orðuð við Amorim en nefna má Liverpool sem leitar að arftaka Jurgen Klopp sem fer í sumar.
,,Ég get ekki staðfest það að ég verði áfram hjá Sporting á næstu leiktíð,“ sagði Amorim við blaðamenn.
,,Við höfum tíma til að ræða mína framtíð og við gerum það sem er rétt þegar tímapunkturinn kemur.“
,,Nú einbeitum við okkur að því að vinna titla og svo sjáum við hvað gerist.“