Margir misstu af því þegar varnarmaðurinn Harry Maguire fékk að líta gult spjald gegn Chelsea á fimmtudag.
Varnarjaxlinn fékk gult spjald eftir lokaflautið en United tapaði þessum leik 4-3 á Stamford Bridge.
Maguire var allt annað en sáttur með dómgæsluna en Chelsea skoraði tvö af mörkum sínum úr vítaspyrnu.
Dómari leiksins, Jarred Gilett, hafði engan áhuga á að hlusta á röflið í Maguire og tók um leið upp gula spjaldið.
Chelsea fékk vítaspyrnu á 101. mínútu leiks til að jafna metin og skoraði svo sigurmark stuttu seinna í svakalegum fótboltaleik.