Knattspyrnustjarnan Oleksandr Zinchenko myndi hiklaust snúa aftur heim til Úkraínu og verja land sitt sem er í stríði við Rússland þessa stundina.
Zinchenko greinir sjálfur frá en hann er leikmaður Arsenal en lék fyrir það með Englandsmeisturum Manchester City.
Zinchenko á vini í heimalandinu sem þurfa nú að verjast innrás rússnenska hersins og segir að staðan sé að sjálfsögðu gríðarlega sorgleg.
Ef varnarmaðurinn verður kallaður heim þá ætlar Zinchenko að pakka í töskur og aðstoða landa sína í þessu hræðilega stríði.
,,Ég held að það segi sig sjálft, ég myndi snúa heim og berjast,“ sagði Zinchenko í samtali við BBC.
,,Það er erfitt að sætta sig við það að þarna eru strákar sem voru með mér í skóla, við lékum okkur í fótbolta og nú þurfa þeir að verja landið.“
,,Það er svo erfitt að taka þessu en hlutirnir eru eins og þeir eru. Við megum ekki gefast upp.“