fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Fókus

Paul McCartney ekki sammála þeim sem skammast yfir flutningi Beyoncé á lagi hans

Jakob Snævar Ólafsson
Laugardaginn 6. apríl 2024 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðal laga á nýrri plötu tónlistarstjörnunnar Beyoncé, Cowboy Carter, er flutningur á lagi Paul McCartney Blackbird en útgáfa Beyoncé er stafsett örlítið öðruvísi, „Blackbiird“. Hefur McCartney lýst yfir mikilli ánægju með flutninginn og lýst sig þannig algjörlega andsnúinn þeim sem hafa skammast yfir plötunni og þar með flutningnum opinberlega. Cowboy Carter hefur verið kölluð kántríplata en þar má þó heyra ýmsa aðra tónlistarstíla.

McCartney og John Lennon eru báðir skráðir höfundar lagsins sem kom út á plötu Bítlanna, sem gjarnan er kölluð Hvíta albúmið, árið 1968. Samkvæmt samkomulagi þeirra voru þeir báðir skráðir höfundar laga sem þeir sömdu í sameiningu eða einir síns liðs á meðan þeir störfuðu saman í Bítlunum. Það er hins vegar vel þekkt að lagið Blackbird samdi Paul McCartney einn síns liðs.

Hann hefur nú tjáð sig í færslu á Instagram um flutning Beyoncé á laginu og lýsir yfir mikill ánægju með flutninginn. Það er NBC sem fjallar um færsluna.

McCartney segir útgáfu Beyoncé frábæra og ýta undir boðskap lagsins en hann hefur sagt það vera innblásið af réttindabaráttu svartra í Bandaríkjunum, einkum kvenna en á Englandi hefur orðið bird löngum verið notað sem slanguryrði yfir ungar konur. Hann hvetur jafnframt fólk til að hlusta á hennar útgáfu af laginu.

Hann opinberar í færslunni að þau Beyoncé hafi rætt saman á meðan platan var í vinnslu og hún óskað eftir leyfi til að flytja lagið á plötunni sem hann hafi veitt.

Þau hafi síðan aftur rætt saman eftir að platan kom út. Hún hafi þakkað honum fyrir að hafa samið lagið og hann hrósað henni fyrir flutninginn á plötunni. Hann segir í færslunni að ef flutningur Beyoncé á laginu hans geti dregið úr spennu milli kynþátta verði hann ánægður.

Notaði upprunalega grunninn

Paul McCartney minnist ekki á það í færslunni en NBC greinir frá því að Beyoncé hafi fengið að nota upprunalegar „master-upptökur“ af gítarleik hans og stappi í laginu, sem heyra má á Hvíta albúminu. Hann er einnig titlaður sem meðframleiðandi að útgáfu lagsins á Cowboy Carter.

Útgáfa Blackbird á Cowboy Carter er frekar trú þeirri sem heyra má á Hvíta albúminu fyrir utan að með Beynoncé syngja fjórar kántrísöngkonur bakraddir. Þær eru allar svartar og heita Reyna Roberts, Tanner Adell, Brittney Spencer og Tiera Kennedy. Í útgáfu Beyoncé er einnig bætt við bassalínu og heyra má í strengjasveit, en eina hljóðfærið sem kom við sögu í Blackbird á Hvíta almbúinu var kassagítar.

Hvað vill hún upp á dekk?

Cowboy Carter og þar með flutningurinn á Blackbird hefur hlotið mikið lof en einnig nokkuð last meðal almennra hlustenda og fólks í tónlistargeiranum.

Sumir vilja meina að tónlistarkona sem einna þekktust hefur verið fyrir að flytja hipp hopp og r&b tónlist eigi ekkert erindi í að gera kántríplötu. Gefið hefur verið í skyn að um tækifærismennsku sé að ræða en engan sérstakan áhuga á þessu tónlistarformi. Sumum athugasemda af þessu tagi hefur fylgt sá undirtónn að svört tónlistarkona eigi ekkert með að seilast inn á þetta svið sem einhverjir hafa kennt helst við hvíta tónlistarmenn. Þessu hefur verið svarað með því að Beynoncé sé frá Texas og hafi kynnst vel kántrítónlist og ródeó-sýningum í æsku.

Hún hefur með plötunni viljað minna á að fjöldi kúreka hafi verið svartir og að þáttur svarts fólks í kántrítónlist sé meiri en margir geri sér grein fyrir.

Útgáfu Beyoncé af lagi Paul McCartney Blackbird má heyra hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja

Mynd af hjónunum á veitingastað vekur athygli: Sorglegur sannleikur sem flest pör þekkja
Fókus
Fyrir 2 dögum

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna

Sniglasúpan tryggði Einari Leif Gaddakylfuna
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“

Segir Íslendinga dæma ferðamenn fyrir þessi mistök – „Ekki gera þetta!“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024

Valin nettustu heyrnartólin fyrir heimavinnu 2024