Chelsea hefur engan áhuga á að selja fyrirliða sinn Reece James í sumar og mun ekki hlusta á tilboð.
ESPN greinir frá þessu en James hefur glímt við mikið af meiðslum á tímabilinu og er reglulega fjarverandi.
Chelsea þarf að laga fjárhagsstöðu sína í sumar vegna FFP en sala á James kemur ekki til greina.
Aðrir uppaldir leikmenn, Conor Gallagher og Trevoh Chalobah eru þó taldir vera til sölu eftir tímabilið.
Chelsea hefur enn fulla trú á James og vonar innilega að hann geti haldi sér heilum á næstu leiktíð.
Real Madrid og Paris Saint-Germain hafa verið orðuð við enska landsliðsmanninn sem er 24 ára gamall.