Íslenska kvennalandsliðið var í engum vandræðum með það pólska í kvöld í leik á Kópavogsvelli.
Ísland fagnaði sannfærandi 3-0 sigri og var 2-0 yfir er flautað var til hálfleiks.
Sveindís Jane Jónsdóttir bætti við þriðja marki Íslands í seinni hálfleiknum til að gulltryggja stigin þrjú.
Þetta var fyrsti leikur Íslands í undankeppni EM 2025 og byrja stelpurnar afskaplega vel.
Hér má sjá mörk Íslands í kvöld.
Diljá Ýr Zomers tvöfaldar forystuna! Sveindís Jane gerir vel og kemur með flotta fyrirgjöf sem Diljá Ýr skallar í markið. 2-0 🇮🇸 pic.twitter.com/EhJFzfZXp0
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 5, 2024
Ísland er komið yfir! Flott sending Hildar, Glódís og Bryndís gera svo mjög vel og þetta endar með sjálfsmarki Mesjasz 🇮🇸 pic.twitter.com/ZYraGawtbS
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 5, 2024
Sveindís Jane Jónsdóttir með frábært skot og kemur Íslandi í 3-0 forystu! Skorar í öðrum landsleiknum í röð 🇮🇸 pic.twitter.com/fu7biEPrEL
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) April 5, 2024