fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Eyjan

Heimsfrétt að Katrín ætli í framboð

Erla Dóra Magnúsdóttir
Föstudaginn 5. apríl 2024 15:29

Katrín Jakobsdóttir. Mynd/Skjáskot úr framboðsmyndbandi

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, hefur ákveðið að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þrátt fyrir að Katrín sé að bætast fremur seint í forsetastólaleikinn þá hefur framboð hennar, sökum þess embættis sem hún gegnir fyrir, vakið heimsathygli.

Reuters skrifa: „Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, tilkynnti um afsögn sína á föstudag og sagðist ætla að bjóða sig fram til embættis forseta, viðhafnarstöðu sem að mestu stendur utan við venjulega pólitík. Það er ekki ljóst hver tekur við embætti hennar, en hún hefur gegnt því síðan síðla árs 2017″

Bloomberg skrifar: „Forsætisráðherra Íslands, Katrín Jakobsdóttir, mun hætta ári áður fyrir næstu alþingiskosningar til að bjóða sig fram til forseta, en þetta útspil gæti kostað umhverfisflokk hennar stöðu sína í meirihluta.“

CNBC fjallar einnig um málið, The Star, Investing UK, Indian Express, US News, Xinhua, , Free Malaysia, Shanhai Daily og svona mætti áfram telja.

Kínverski miðillinn Xinhua vitnar í sagnfræðinginn Guðmund Hálfdánarson sem sagði í samtali við RÚV að ákvörðun Katrínar eigi sér engin fordæmi. Ekki séu einu sinni dæmi þess að nokkur ráðherra sitjandi ríkisstjórnar hafi gert atlögu að forsetastólnum, hvað þá að forsætisráðherra geri svo.

Katrín hefur gefið út að hún ætli sér ekki að vera pólitískur forseta og í raun sé hún að segja skilið við stjórnmálin eftir tveggja áratuga starf. Hún fer á sunnudag til fundar við sitjandi forseta, Guðna Th. Jóhannessonar, til að biðjast lausnar úr embætti og segir af sér þingmennsku á þriðjudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið

Orðið á götunni: Valdalaus Bjarni Ben veitir leyfi til hvaladráps næstu fimm árin – Ný ríkisstjórn hlýtur að ógilda leyfið
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“

Skiptar skoðanir á hver fari í raun frjálslega með sannleikann – „Þetta er ekki boðlegur málflutningur hjá þér“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund

Kristrún boðar Þorgerði og Ingu á fund
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn

Segir Sjálfstæðisflokkinn vera eins og misnotaðan hund – þjóðin hringdi á hundaeftirlitsmanninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar

Baldur rýnir í kosningaúrslitin – Einn af fjórflokkunum datt af þingi og Píratar fengu sömu örlög og allir nýir flokkar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“

Brynjar er hættur – „Ætli ég hafi slegið nýtt met í að hætta í pólitík?“