Gylfi Þór Sigurðsson er spenntur fyrir byrjun Bestu deildarinnar sem hefst nú um helgina en Valur á leik á sunnudag.
Valsmenn spila á móti ÍA á sunnudeginum en deildin hefst á morgun með leik Víkings og Stjörnunnar.
Gylfi mun spila sinn fyrsta leik í efstu deild Íslands eftir mörg ár erlendis og er spenntur fyrir byrjun móts.
Gylfi var mættur á blaðamannafund Vals í dag og munum við birta helstu ummæli hans í dag.
,,Það er undir Adda komið hversu mikið ég spila, ég vil alltaf spila eins mikið og hægt er en við höfum verið skynsamir upp á spiltíma hingað til,“ sagði Gylfi um hversu mikið hann gæti spilað um helgina.
,,Gæðin miðað við aðstæður hér eru góð, auðvitað skítakuldi og völlurinn er hálf frosinn en samt allt í lagi.“
,,Ef við horfum á okkar hóp þá erum við með fullt af ungum leikmönnum sem eru góðir í fótbolta og ég nýt þess að spila með þeim.“