Roy Keane, goðsögn Manchester United, hefur tjáð sig um sóknarmanninn Marcus Rashford sem spilar með liðinu.
Rashford hefur alls ekki átt gott tímabil og var á bekknum í gær er United tapaði 4-3 gegn Chelsea í rosalegum fótboltaleik.
Keane spyr sig hver sé að hvetja Rashford áfram og keyra hann í gang en Englendingurinn var frábær á síðustu leiktíð og skoraði 17 deildarmörk í 35 leikjum.
,,Ég myndi ekki segja að ég hafi áhyggjur af honum en þú horfir á hann spila og það vantar eitthvað, hvort það sé fólkið í kringum hann, fjölskyldan eða þjálfarinn,“ sagði Keane.
,,Hver er að sparka í rassinn á honum og segja: ‘Rífðu þig í gang, við þurfum meira frá þér.’
,,Ef þú vilt leiða þetta lið og þú ert á svona samningi þá þarftu að taka ákveðna ábyrgð.“