„Við redduðum einhverjum á örfáum mínútum til að keyra húsbíl frá Höfn – EN – getum við reddað málverki frá Tenerife?,“ svo spyr Álfrún Perla Baldursdóttir, dóttur forsetaframbjóðandans Baldurs Þórhallssonar á stuðningsmannasíðu framboðsins.
Listakonan Bertha G. Kvaran málaði nafnilega fallega mynd af Baldri og kom því á framfæri við kosningateymi hans og lá það í augum uppi að verkið yrði að fá glæsilegan sess á kosningamiðstöð framboðsins. Á því er þó smá hængur en verkið er staðsett á hitabeltiseyju sem er mörgum Íslendingum kær.
„Verkið er staðsett á Tenerife og okkur langar að reyna að koma því til Íslands og hengja það upp á kosningamiðstöðinni sem við munum opna í bráð. Verkið færi í bóluplast og það væri hægt að setja það í þunnan poka til að hengja á öxlina eða bakið og taka með í handfarangur. Bertha hefur áður sent verk heim með sama hætti og ætti pokinn ekki að teljast sem auka farangur,“ skrifar frambjóðendadóttirinn og hlýtur góðar undirtektir í hópnum.
Má telja líklegt að málinu verði reddað og „Tene-Baldur“ fái veglegan sess á kosningamiðstöðinni.