fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fókus

Angelina varpar sprengju í hatrammar skilnaðardeilurnar og ætlar ekki að láta þagga niður í sér

Fókus
Föstudaginn 5. apríl 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Allt ætlaði um koll að keyra árið 2004 þegar leikararnir Brad Pitt og Angelina Jolie feldu hugi saman við tökur á kvikmyndinni Mr. and Mrs. Smith. Brad Pitt var þá enn giftur Friends-leikkonunni Jennifer Aniston og var mörgum þvert um geð að Pitt hefði ráfað undan hjónasænginni og undir þá næstu. Fljótlega var nýja parið þó tekið í sátt og fékk viðurnefnið Brangelina. Fjölskylda þeirra átti svo eftir að stækka gífurlega en þau eignuðust saman þrjú líffræðileg börn og ættleiddu þrjú til viðbótar.

Eftir 10 ár saman gengu þau loks í hjónaband með pompi og prakt árið 2014 en Adam var ekki lengi í paradís. Aðeins tveimur árum síðar tók heimurinn andköf þegar Angelina fór frá manni sínum og sakaði hann um ofbeldisfulla hegðun gagnvart sér og börnunum. Skilnaðurinn hefur verið rakinn til atviks sem átti sér stað í flugvél árið 2016. Angelina segir að Brad hafi drukkið ótæpilega og í ölæði gripið í höfuð hennar og hrist hana. Síðan hafi hann gripið í axlir hennar, hrist hana meira og svo ýtt henni á vegg inni á baðherbergi vélarinnar. Á meðan jós hann yfir hana svívirðingum. Þegar eitt barna þeirra ætlaði að koma móður sinni til varnar hafi Brad ráðist gegn sínu eigin barni. Angelina hafi gripið um bak manns síns til að stöðva aðförina og við það kastaði Brad sér aftur á bak svo hann féll niður í sæti vélarinnar og klemmdi um leið leikkonuna sem slasaðist á baki og olnboga.

Börnin voru vitni að þessu og urðu eðlilega hrædd en voru þó hugrökk og ruku til handa og fóta til að vernda hvert annað frá ölæði föður síns. Áður en æðið rann af leikaranum hafði hann tekið eitt barnið kyrkingartaki og slegið annað í andlitið. Angelina segir börnin hafa grátbeðið föður sinn að hætta. Þau voru öll hrædd og mörg þeirra grétu. Eftir þetta hafi leikkonan ákveðið að slíta hjónabandinu til að vernda börn sín.

Hatrammar deilur

Skilnaður leikaranna hefur verið eins hatrammur og sambandið var ástríðufullt í upphafi. Helst hafa þau deilt um vínekru í Frakklandi. Nú hafa lögmenn Angelinu varpað fram enn einni sprengjunni en leikkonan segir að ofbeldi Brad hafi ekki verið einskorðað við atvikið í flugvélinni. Það hafi byrjað fyrr.

Leikkonan vill fá leyfi dómara til að birta samskiptasögu við leikarann sem sýni hvernig hann hafi reynt að þvinga hana til að skrifa undir þöggunarsamning. Samskiptin sýni að Brad hafi neitað að leyfa leikkonunni að selja hlut sinn í vínekrunni nema hún skrifaði undir slíkan samning. Drög að samning hafi legið fyrir sem leikarinn og lögmenn hans hafi samið einhliða. Þar megi finna mjög  víðtæk og rúm ákvæði til að múlbinda leikkonuna.

„Þó saga Pitt af líkamlegu ofbeldi í garð Jolie hafi byrjað löngu fyrir flugferð fjölskyldunnar í september árið 2016, þar sem þau flugu frá Frakklandi til Los Angeles, þá var þetta atvik það fyrsta þar sem ofbeldið beindist að börnunum líka. Jolie fór umsvifalaust frá honum,“ segir í skjölum sem lögmenn Angelinu hafa lagt fram.

Segir í skjalinu að þöggunarsamningurinn sem Brad hafi lagt til sé í raun verið að koma í veg fyrir að Angelina tjái sig um umfang ofbeldisins. Leikarinn sé að krefjast þess að fyrrverandi kona hans sé skikkuð til þagnar, þar sem hann óttist gögn sem hún hafi undir höndum til að sanna mál sitt. Hún hafi lagt gögnin fram í forsjárdeilu þeirra en þau séu bundin trúnaði. Nú ætli leikarinn að tryggja að þessi gögn nái aldrei augum almennings. Leikkonan hafi verið sanngjörn í deilunum. Hún hafi aldrei kært Brad til lögreglu þar sem hún taldi mikilvægara að hann gengist við framferði sínu svo fjölskylda hans gæti farið að vinna úr áfallinu sem hann olli þeim.

Heimildarmaður PageSix úr herbúðum Brad segir að hér sé á ferðinni enn ein tilraun Angelinu til að dreifa deilum þeirra á dreif. Í hvert sinn sem Angelina lúti í lægra haldi fyrir sínum fyrrverandi þá komi útspil á borð við þetta.

Í dómskjölum frá lögmönnum Brad segir að Angelina geti trútt talað um þöggunarsamning. Hún hafi lagt fram annan slíkan sem sé enn umfangsmeiri á meðan leikarinn hafi lagt fram ósköp hefðbundinn samning sem miði að því að vernda viðskiptahagsmuni tengda vínekrunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum

Fór að gráta eftir að hafa stundað kynlíf með 100 karlmönnum
Fókus
Í gær

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram

Vandræði í paradís? – Hafdís og Kleini hafa eytt öllum myndum af hvort öðru á Instagram