Una Sighvatsdóttir, sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands, vísar á bug sögusögnum um að vera ólétt. Hún fagnaði gær 39 ára afmæli sínu á Santorini í Grikklandi og segir í færslu á Facebook, sem Vísir greinir frá, að afmælisárið hafi rammað kaldhæðnislega inn. Fyrir ári síðan hafi hún ákveðið að hætta við að gefa sjálfri sér eggheimtu- og frystingu í afmælisgjöf. Þetta ákvað hún eftir vandlega íhugun og segist hafa margt betra við tíma sinn og peninga að gera en að sjá fyrir barni.
„En svo þegar 39 ára afmælið nálgaðist bárust mér þær sögur frá ókunnugu fólki utan úr bæ að ég væri orðin ólétt. Sem ég er alls ekki og geri sumsé ekki ráð fyrir að verða nokkurn tíma. En það má vel hlæja að þessu. Það geri ég allavega hér á Santorini og sendi hlýja kveðju úr Eyjahafi til ykkar allra sem hugsuðuð til mín á afmælinu. Takk fyrir mig.“
Una var árið 2020 ráðin sérfræðingur hjá embætti forseta Íslands úr hópi 188 umsækjenda. Hún á að baki langan feril í fjölmiðlum þar sem hún starfaði meðal annars hjá mbl.is og síðar á fréttastofu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis. Áður en hún tók við starfinu hjá embætti forseta bjó hún erlendis og starfaði fyrir Atlantshafsbandalagið, sem upplýsingafulltrúi í Kabúl í Afganistan og svo í utanríkiþjónustu Tblisi í Georgíu.