Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er á því máli að Chelsea hafi ekki viljað selja miðjumanninn Mason Mount síðasta sumar.
Greint hefur verið frá því að Chelsea hafi hlustað á flest tilboð í Mount til geta fengið inn aðra leikmenn en Ten Hag er viss um að þeir bláklæddu hafi viljað halda enska landsliðsmanninum.
Chelsea bauð Mount vissulega nýjan samning á sínum tíma en leikmaðurinn var alls ekki ánægður með það boð sem varð líklega til þess að hann var settur á sölulista.
United keypti Mount fyrir 60 milljónir punda en hingað til hefur hann spilað lítið vegna meiðsla.
,,Ég tel að Chelsea hafi ekki viljað selja hann, þeir vildu halda honum og buðu honum nýjan samning margoft,“ sagði Ten Hag.
,,Það var hann sem vildi taka þetta skref. Hann er frábær fótboltamaður og fyrsta skrefið er að koma sér í stand og halda sér heilum.“