fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
433Sport

Ummæli Ten Hag vekja athygli – ,,Þeir vildu ekki selja hann“

Victor Pálsson
Föstudaginn 5. apríl 2024 08:15

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag, stjóri Manchester United, er á því máli að Chelsea hafi ekki viljað selja miðjumanninn Mason Mount síðasta sumar.

Greint hefur verið frá því að Chelsea hafi hlustað á flest tilboð í Mount til geta fengið inn aðra leikmenn en Ten Hag er viss um að þeir bláklæddu hafi viljað halda enska landsliðsmanninum.

Chelsea bauð Mount vissulega nýjan samning á sínum tíma en leikmaðurinn var alls ekki ánægður með það boð sem varð líklega til þess að hann var settur á sölulista.

United keypti Mount fyrir 60 milljónir punda en hingað til hefur hann spilað lítið vegna meiðsla.

,,Ég tel að Chelsea hafi ekki viljað selja hann, þeir vildu halda honum og buðu honum nýjan samning margoft,“ sagði Ten Hag.

,,Það var hann sem vildi taka þetta skref. Hann er frábær fótboltamaður og fyrsta skrefið er að koma sér í stand og halda sér heilum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir

Mesta efnið í Árbænum skrifar undir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær

Sjáðu hvernig Arteta kom sjónvarpskonunni vinsælu á óvart í gær
433Sport
Í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær

Sjáðu frækna fernu Sveindísar í Meistaradeild Evrópu í gær
433Sport
Í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær

Leikmenn City virðast vera að gefast upp á fyrirliðanum – Sjáðu það sem gerðist í gær