fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Eyjan

Segir Kristrúnu tróna yfir öðrum í íslenskum stjórnmálum – Katrín eigi ekki sigur vísan í forsetakosningum

Ritstjórn Eyjunnar
Föstudaginn 5. apríl 2024 11:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kristrún Frostadóttir er með pálmann í höndunum og mun leiða næstu ríkisstjórn og velja sér samstarfsflokka. Aðrir munu standa og sitja eins og hún vill, skrifar Ólafur Arnarson í nýjum Dagfarapistli á Hringbraut.

Tilefni skrifanna er ný, stór mæling Gallups á fylgi stjórnmálaflokkanna þar sem Samfylkingin mælist með 31 prósents fylgi og 21 þingmann, tveimur fleiri en stjórnarflokkarnir þrír fengju samtals

Ólafur skrifar að búist hafi verið við því að ríkisstjórnarflokkarnir myndu auka fylgi sitt í marsmánuði vegna þess að peningum hafi beinlínis verið mokað úr ríkissjóði í kaup á eignum Grindvíkinga og aðgerðir vegna kjarasamninga. Þetta hafi hins vegar ekki gengið eftir og sýni vel hversu illa stödd þessi ríkisstjórn sé.

Hann rifjar upp að Vinstri græn voru neðan við fimm prósenta markið í síðustu könnun fyrir mánuði en mælast nú með rétt ríflega fimm prósent og fengju þrjá þingmenn kjörna. Þetta sé arfleifð Katrínar Jakobsdóttur sem hafi komið með VG í 17 prósentum og 11 þingmönnum inn í þetta ríkisstjórnarsamstarf fyrir sjö árum, tapað þriðjungi fylgisins í síðustu kosningum og þremur þingmönnum og nú sé flokkurinn við það að þurrkast út þegar formaðurinn yfirgefur sökkvandi fley til að spreyta sig í forsetakosningum. Ekki geti Katrín gegnið að sigri vísum í þeim kosningum.

Vinstri græn eru ekki eini stjórnarflokkurinn sem tapar fylgi. Sjálfstæðisflokkurinn fengi einungis 18 prósenta fylgi og 12 þingmenn. Framsókn lækki milli kannan og sé komin niður í sjö prósent og fjóra þingmenn, en flokkurinn fékk 13 þingmenn í síðustu kosningum þannig að um hrun er að ræða.

Ólafur furðar sig á því hve lélegur árangur mælist hjá stjórnarandstöðuflokkunum Viðreisn, Pírötum og Flokki fólksins sem fá sex til átta prósenta fylgi í könnun Gallups. Þrátt fyrir fylgishrun ríkisstjórnarflokkanna virðist þessum flokkum ekki takast að laða til sín kjósendur eins og hlyti að teljast eðlilegt við þær aðstæður sem nú ríkja. Forystumenn þessara flokka hljóti að hugsa sín ráð og freista þess að svara þeirri áleitnu spurningu hvers vegna þeir ná ekki til kjósenda eins og Samfylkingunni virðist vera að takast.

Verði úrslit næstu kosninga í samræmi við þessa nýjustu stóru skoðanakönnun Gallups er spurningin einungis sú hvaða flokka Samfylkingin velur sér til samstarfs. Kristrún mun þá hafa öll ráð í hendi sér og getur skipað öðrum að sitja og standa að sínum geðþótta. Slík er staðan alla vega núna,“ skrifar Ólafur.

Hann telur vanda ríkisstjórnarinnar aukast enn við brotthvarf Katrínar, sem gegnt hafi hlutverki sáttasemjara milli stjórnarflokkanna. Vinstri grænir horfi á eftir sínum öflugasta stjórnmálamanni og verði í raunverulegri útrýmingarhættu í næstu þingkosningum.

Það yrði þá saga til næsta bæjar enda einsdæmi að flokkur fyrrum forsætisráðherra þurrkist út. Víst er að þá gætu fallið mörg krókódílatár.“

Dagfara í heild má lesa hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins

Orðið á götunni: Atlaga Stefáns Einars að Þórði Snæ hjálpar Samfylkingu – tryggir jafnvel kjör fyrrum ritstjóra Fréttablaðsins
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur

Steinunn Ólína skrifar: Óheiðarleiki er smitsjúkdómur
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Ræðum ESB!
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka

Þorsteinn Pálsson skrifar: Sér íslenskir skattar og yndi stjórnlyndra flokka