En nú verður hugsanlega breyting þar á að sögn NBC News sem segir að Charles Lavine, þingmaður á ríkisþinginu, hafi lagt fram frumvarp um breytingu á þessum gömlu lögum sem þykja nú ekki vera í takt við tímann.
Í samtali við NBC News sagði hann að lögin séu algjörlega úr takti við tímann, við höfum náð langt síðan kynlíf fullorðins fólks, sem sé því samþykkt, hafi verið talið rangt út frá siðferðilegu sjónarmiði.
Nokkrum vikum eftir að lögin voru sett árið 1907 var fyrsta parið staðið að verki. Það voru 25 ára kona og kvæntur maður sem voru handtekin eftir að eiginkona mannsins sótti um skilnað. The Independent skýrir frá þessu.
New York er ekki eina ríkið þar sem refsing liggur við framhjáhaldi því samkvæmt því sem kemur fram í umfjöllun The Week þá var framhjáhald ólöglegt í 21 ríki árið 2018. Í flestum er það þó flokkað sem minniháttar afbrot.
Lögin í New York voru sett í þeirri von að hægt yrði að koma í veg fyrir hjónaskilnaði.
Mjög sjaldgæft er að mál séu rekin vegna brots á lögunum en Sky News segir að frá 1972 hafi 12 manns verið ákærð fyrir brot á þeim og í fimm af málunum hafi dómur verið kveðinn upp.