fbpx
Fimmtudagur 12.desember 2024
Fréttir

Bubbi veit hvert hans atkvæði fer – „Næsti forseti Íslands“

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 22:03

Bubbi Morthens

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bubbi Morthens telur ljóst hver eigi að verða næsti forseti Íslands, þó svo að viðkomandi sé sem stendur ekki búin að staðfesta framboð.

„Katrín Jakobsdóttir, sem næsti forseti Íslands,“ skrifar tónlistarmaðurinn á Facebook og segist frábiðja sér „drullu og almenn leiðindi“ enda sé öllum frjálst að vera ósammála og á sama tíma sé Bubba frjálst að stýra því hver tekur þátt í umræðum á hans vettvang.

Katrín Jakobsdóttir er ekki formlega komin í framboð en líkurnar þykja þó meiri en minni. Líklegt er talið að forsætisráðherra sé nú að gefa kollegum sínum í ríkisstjórninni tíma til að ákveða hvernig tekist verði á við framboð hennar og hver taki við hlutverki hennar innan stjórnarráðsins.

Þann 26. mars var lénið katrinjakobs.is skráð og er almennt talið að skráningin gefi framboð til kynna. Katrín hefur sjálf gengist við því að vera alvarlega að íhuga framboð, en ljóst er að staða hennar sem forsætisráðherra krefst þess að hún taki tillit til flokksfélaga sem og til annarra flokka meirihlutans.

Meint framboð þykir sérstakt fyrir sömu sakir, þ.e. að forsætisráðherra sé að bjóða sem fram til embættis forseta. Katrín hefur þó mælst vel í könnunum nú í ár og ekki er þetta í fyrsta sinn sem hún er orðuð við framboð.

Bubbi var svo sem ekki að opinbera neitt óvænt með færslu sinni í kvöld enda skrifaði hann fyrir þremur dögum að Katrín yrði fullkominn forseti og bæri höfuð og herðar yfir aðra frambjóðendur. Bubbi treysti Katrínu til að gegna embættinu með sóma.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“

Ragnar fór úr rannsókn á ráni í mótmælin við Alþingi – „Ég get ekki bakkað úr svona aðstæðum og ég ætla ekki að skilja þá eftir“
Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“

Gagnrýnir Þorstein fyrir ummæli um verkakonu í frystihúsi – „En hvert skyldi nú sannleiksgildi þessara orða vera?“
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands

Þetta eru helstu leikendurnir í baráttunni um framtíð Sýrlands
Fréttir
Í gær

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans

Eldri borgari vann 70 milljónir og nýbakaður tvíburapabbi 35 milljónir í Happdrætti Háskólans
Fréttir
Í gær

Var með mikið magn af OxyContin innvortis

Var með mikið magn af OxyContin innvortis
Fréttir
Í gær

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum

Efling boðar til aðgerða gegn 100 veitingastöðum
Fréttir
Í gær

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng

Vodafone byrjar að rukka mánaðargjöld fyrir netföng
Fréttir
Í gær

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“

Drápshundarnir í Langholtshverfi hafa drepið ketti og ráðist á fólk – „Hundarnir endurspegla eigendurna“