Manchester United fylgist náið með Melvin Bard, bakverði Nice. Evening Standard segir frá.
United er sagt í leit að vinstri bakverði og hefur Bard verið frábær í frönsku úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Nice er í eigu Sir Jim Ratcliffe og INEOS, sem hafa nú einmitt eignast 25% hlut í United og tekið yfir fótboltahlið félagsins.
Sjá Ratcliffe og hans menn Bard sem flottan kost í stöðu vinstri bakvarðar fyrir sumarið.
Bard hefur sem fyrr segir átt gott tímabil og er hann í baráttu um sæti í franska landsliðshópnum fyrir EM í sumar.