fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Fréttir

Óviðunandi svikamylla í gangi í bílastæðamálum og rukkað verði fyrir stæði við Kringluna og Smáralind innan tíðar

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 18:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Runólfur Ólafsson framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda (FÍB) segir marga komna með græðgisglampa í augun í bílastæðamálum borgarinnar og líkast til sé nú farin af stað óboðleg svikamylla sem miði að því að hafa pening af þeim sem sækja miðborgina heim.

Runólfur ræddi málið við Bítið á Bylgjunni í dag.

„Ég er nú bara þannig gerður að ég er eiginlega aldrei brjálaður en það er annað mál. Þetta er bara ósanngjarnt. Svikamylla sem virðist vera að vaxa því miður í þessum heimi – bílastæðamálum.“

Um áramótin hafi borgin víkkað út gjaldskyldusvæði. Fjölgað dögum þar sem rukkað er fyrir bílastæði og lengt gjaldskyldutímann innan hvers dags. Nú sé rukkað fyrir alla daga vikunnar til allt að 21 á kvöldin. Rök borginnar um að gjaldskylda sé aðgangsstýring til að tryggja fólki aðgengi að fyrirtækjum og fasteignum á vinnutíma haldi ekki lengur vatni.

Kringlan og Smáralind næst

Nú hafi fyrirtæki auk þess séð sér leik á borði. Bílastæði séu vannýtt auðlind og þeirra hagur að græða á þeim.

„Við munum sjá það innan ekki langs tíma að það verður orðin gjaldskylda við Kringluna, það verður komin gjaldskylda við Smáralind. Það er markmið. Það er verið að ræða við fasteignaeigendur á þessum stöðum og þetta er orðið að einhverri féþúfu – viljum við meina – og auðvitað bitnar þetta bara á almenningi.“

Meirihlutinn í borginni virðist halda að með því að þrengja að bifreiðareigendum sé hægt að þvinga þá úr bifreiðum og í almenningssamgöngur. Þetta gangi þó ekki upp þar sem byrjað er á vitlausum enda. Almenningssamgöngur séu ekki raunhæfur kostur, enda Strætó fjárveltur og eigi ekkert skylt við almenningssamgöngur sem við þekkjum og sem virka í nágrannalöndum okkar.

Árum saman hafi umræðunni um úrbætur í almenningssamgöngur verið snúið upp í Borgarlínu, rándýrt gæluverkefni sveitarstjórna sem virðist þó ekkert þokast áfram. Á meðan sé þrengt að einkabílnum undir því yfirskyni að Borgarlínan geti þjónustað fólk betur en einkabíllinn, en á sama tíma sé Borgarlínan ekki orðin að raunveruleika.

Reykjavíkurborg sé stór. Á stærð við mun fjölmennari borgir í heiminum. Hún sé hönnuð sem bílaborg. Runólfur rifjar upp að þegar hann var krakki þá hafi Strætó gengið oftar og margir ekki einu sinni íhugað að fá sér bíl. Öðruvísi staða sé uppi í dag. Nú sé verið að þétta byggð og í því ferli séu að rísa fjölbýlishús þar sem ekki er gert ráð fyrir því að allir eigendur hafi aðgang að bílastæði. Jafnvel sé reiknað með hálfu stæði á hverja íbúð þegar raunveruleikinn er sá að margar fjölskyldur eiga jafnvel tvo bíla.

Þetta gerir það að verkum að bíleigendur leita annað eftir stæðum sem þrengi svo að öðrum íbúum. Þetta verði því keðjuverkandi áhrif.

Dýrara að leggja en gista í miðbænum

Eins sé ekkert regluverk um hvenær og hversu mikið megi rukka fyrir bílastæði. Nú sé raunverulega hægt að lenda í því að gleyma að sækja bíl sinn í miðborgina og enda með 24 þúsund króna reikning, meira heldur en það hefði kostað að kaupa sér gistingu miðsvæðis.

Eins sé flókið að átta sig á því hvernig eigi að greiða fyrir stæði hverju sinni. Smáforrit fyrir tiltekin stæði séu ónákvæm sem leiði til þess að fólk greiðir fyrir bílastæði á vitlausum vettvang og fær þá sekt. Runólfur hugsar að fyrirtæki hafi jafnvel hag að því að hafa smáforritin ónákvæm til að hafa pening af fólki. Þar með sé svikamyllan fullkomnuð.

Það sé þekkt í ferðamálafræði að gæta þurfi þess að þrengja ekki um of að íbúum. Borgin hafi réttlæt gjaldskyldu með því að ferðamenn séu svo mikið að leggja í stæði íbúa borgarinnar. Þetta stuðli að óþoli gegn ferðamönnum. Eins þurfi að gæta þess að ferðamenn gangi ekki um of á innviði og loks að ferðamenn fái ekki sjálfir óþol fyrir staðnum og fólkinu sem býr þar.

Staðan í dag sé sú að Íslendingar séu hættir að spyrja ferðamenn: How do you like Iceland. Enda sé þeim bara orðið sama.

Eðlilegt fyrirkomulag að mati FÍB væri að fyrsti hálftíminn í bílastæði væri gjaldfrjáls. Eins að stjórnvöld bregðist við stöðunni með því að setja þak á hverju mikið megi rukka. Loks að til boða sé nefnd þangað sem neytendur geti leitað með kvartanir og fengið leyst úr sínum málum með skjótum og skilvirkum hætti.

Óviðunandi ringulreið

FÍB birti fyrir helgi grein þar sem fjallað var um málið. Þar segir m.a.:

„Ein sérkennilegasta birtingarmynd græðgisvæðingarinnar er bílastæðið við Domus Medica Egilsgötu 3. Þar er gjald innheimt allan sólarhringinn, þó svo að engin starfsemi sé í húsinu frá því seinnipart dags fram á morgun. Eftir að gjaldtakan hófst stendur stæðið tómt stóran hluta sólarhringsins. Nágrannar sem áður gátu nýtt sér stæðið gjaldfrjálst næturlangt nota í staðinn bílastæði við heimili fólks í nálægum götum. Troðningurinn eykst. Skammt frá Domus Medica er nýbyggt fjölbýlishús að Snorrabraut 62 án bílastæða. Einhvers staðar munu íbúar þess þurfa að leggja bílum sínum.“

Eins sé fráleitt að fólk þurfi að borga fyrir stæði fyrir framan opinberar stofnanir á borð við Þjóðskrá og Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Þar eru eins rakin þær fjölmörgu greiðsluleiðir sem neytendur þurfa að klóra sig í gegnum til að borga fyrir bílastæðin, en þar ríki ringulreið og óviðunandi að fólk siti upp með alls konar „refsigjöld“ vegna þessa ástands.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra

Grindvíkingar hentu 327 tonnum meira af sorpi í sumar en í fyrra
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“

Sakar Viðskiptaráð um þráhyggju og áróður – „Því er eðlilegt að spyrja hvað vaki fyrir Viðskiptaráði með jafn villandi framsetningu?“
Fréttir
Í gær

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“

Dómur yfir manni sem varð konu sinni að bana á Akureyri veldur ólgu – „Það er allt siðferðislega rangt við þessa nafnleynd“
Fréttir
Í gær

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“

Ætluðu að slaka á í Sky Lagoon en annað kom á daginn – „Vá! Þetta er brjálað“
Fréttir
Í gær

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar

Síbrotamaður slær ekki slöku við þrátt fyrir margra liða ákæru – Fær gistingu í boði skattgreiðenda yfir hátíðarnar
Fréttir
Í gær

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks

Rannsókn mun fara fram á andláti Lúðvíks