Hallgrímur Mar Steingrímsson getur ekki tekið þátt í fyrstu leikjum KA í Bestu deildinni vegna veikinda. Hann staðfestir þetta við Akureyri.net.
Þetta er áfall fyrir KA en Hallgrímur hefur verið besti leikmaður liðsins undanfarin ár. Hann segir við Akureyri.net að hann hafi fengið flensu og lungnabólgu í kjölfarið. Hann hefur legið á sjúkrahúsi í viku með sýklalyf í æð en fékk að fara heim í dag.
„Ég er enn að reyna að átta mig á alvarleika þessara veikinda,“ segir Hallgrímur, sem má ekki hefja æfingar á ný fyrr en eftir 10-14 daga.
„Ég get ekki alveg sagt til um það hvenær ég get byrjað aftur nákvæmlega, tíminn verður bara að leiða það í ljós.“
Hallgrímur mun sennilega ekki verða leikfær fyrr en eftir í fyrsta lagi 3-4 vikur.
KA mætir HK í fyrsta leik sínum í Bestu deildinni á sunnudag.