fbpx
Sunnudagur 05.janúar 2025
Fréttir

Eru forsetakosningarnar orðnar skrípaleikur? – Egill segir að embættið geti skaðast – Eiríkur greinir vandann

Ágúst Borgþór Sverrisson
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Forsetakosningarnar eru að verða slíkur skrípaleikur að það er spurning hvort þetta stórskaði ekki embættið,“ segir fjölmiðlamaðurinn Egill Helgason í stuttri Facebook-færslu sem hefur vakið mjög líflegar umræður. Samkvæmt upplýsingum á island.is eru þeir sem safna undirskriftum til stuðnings framboði orðnir 64 talsins. Þó að aðeins hluti af hópnum eigi eftir að bjóða sig fram (framboðsfrestur rennur út 26. apríl) stefnir í metfjölda frambjóðenda. Um 12 manns hafa lýst yfir framboði opinberlega nú þegar.

Sú mikla óvissa sem líklegt framboð Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra veldur, hvað varðar framhald ríkisstjórnarsamstarfsins, gerir stöðuna enn sérstakari.

Jón Axel Ólafsson fjölmiðlamaður telur að núverandi forseti, Guðni Th. Jóhannesson, eigi sína sök á þessu ástandi því hann hafi gert embættið of alþýðlegt:

„Það verður að segjast eins og er, að þótt nv forseti sé ágætis maður, þá hefur honum tekist bærilega að setja embættið niður í frekar alþýðlegan búning með mislitum sokkum, buffum og öðru slíku dóti og þannig ruglað saman persónu og embætti, með frekar slælegum árangri. Þetta trúða ástand er kannski ástæða þess.“

Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir:

„Veit eiginlega ekki hvort er verra að horfa upp á: langvinnt dauðastríð ríkisstjórnarinnar eða forsetaframbjóðendaflóruna!“

Aðrir benda á að fjölga þurfi undirskriftum og enn aðrir að kjósa ætti í tveimur umferðum.

Reynir Þór Eggertsson, kennari og Eurovision-sérfræðingur, segir:

„Það er spurning hvort ekki skuli líta á alla landsmenn yfir 35 ára sem frambjóðendur og kjósendur skrifi bara nafn þess sem þeir treysti best á kjörseðilinn.“

Forsetaembættið óskýrt í stjórnskipaninni

DV bar málið undir Eirík Bergmann Einarsson stjórnmálafræðiprófessor. Eiríkur segir að allt frá lýðveldistökunni, árið 1944, hafi staðið til að breyta ákvæðum um forsetaembættið í stjórnskipaninni en það hafi nú verið trassað í 80 ár. Óbreytt fyrirkomulag bjóði heim hættunni á að forseti verið kjörinn með mjög lágu atkvæðahlutfalli:

„Forsetaembættið er æði óskýrt í stjórnskipaninni, á stundum svo vandræðum veldur. Embættið var afgreitt svona við lýðveldistōkuna til þess að leysa ákvæði úr dōnsku fyrirmynd stjórnarskrárinnar með sem minnstu raski til bráðabirgða en alltaf stóð til að endurskoða forsetakaflann, skýra og færa til nútímahorfs svo sem Guðni Th hefur til dæmis sýnt fram á í sínum rannsóknum. Stjórnmálastéttinni hefur mistekist það í áttatíu ár og því túlkar nú hver frambjóðandi embættið með sínu nefi líkt og stundum áður. Nú stefnir í kraðak frambjóðaenda sem hefur mjōg ólíka og stundum hreinlega ōndverða sýn á hlutverk forseta. Við slíkt ástand geta atkvæði dreifst á ansi marga og þar sem að enginn þrōskuldur á kjōrinu gæti nýr forseti verið kjōrinn með litlu hlutfalli atkvæða svo í embættið rati maður sem þorri þjóðarinnar hafi lítinn áhuga á að sjá þar. Þá kæmi okkur í koll að hafa ekki tekið upp tvær umferðir þar sem valið væri á milli tveggja efstu í síðari umferð eða að viðhafa raðað val í einu kjōri sem líka tryggi að forseti sé kjōrinn af meirihluta kjósenda.“

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar

Landlæknir Bandaríkjanna vill vara við krabbameinshættu sem fylgir áfengisneyslu – Áfengisiðnaðurinn nötrar
Fréttir
Í gær

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili

Ákvað að fara ekki í bæinn á gamlárskvöld heldur vera heima og ná myndbandi af ótrúlegu samspili
Fréttir
Í gær

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn

Tónlistarmaðurinn Árni Grétar „Futuregrapher“ Jóhannesson er látinn
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?

Armando biður um hjálp – Hefur þú séð þennan bíl?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“

Vilhjálmur með ákall eftir umdeildar hækkanir: „Getum við ekki öll verið nokkuð sammála þessu?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool

Ungur Blönduósingur varð fyrir hrottalegri hópárás í Liverpool
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“

Guðmundur vill banna þetta á íþróttaviðburðum – „Sendir röng skilaboð til barna og ungmenna“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“

Nýr þingmaður Flokks fólksins lætur Þórarin Inga heyra það: „Stundum er gott að hafa vit á því að þegja“