Pálmar Örn Guðmundsson, tónlistarmaður, listamaður og Grindvíkingur, gaf nýlega út nýtt lag.
„Lagið heitir Grindavík. Eiginlega kom bara til mín þegar ég fór með pabba til Grindavíkur um daginn,“ segir Pálmar Örn.
Texti lagsins lýsir veruleika margra Grindvíkinga sem velta því fyrir sér hvort og hvenær þeir geti flutt aftur í bæinn sinn og samfélag.
„Ég er mjög stoltur af laginu sem hefur verið að fá hellings áhorf á TikTok. Þetta er búið að vera býsna erfiður tími.“
@palmarart Grindavík #grindavik #spotify #song #icelandic #eruption #loveiceland #sad #sadsong #lava #guitar #songwriter #fellings #hope ♬ Grindavík – Pálmar