ÍTF og Deloitte hafa gengið frá undirritun samstarfssamnings sem gildir til ársloka 2026. Í samningum felst að Deloitte er opinber tölfræðisamstarfsaðili Bestu deilda karla og kvenna sem þýðir að öll tölfræði sem deildirnar gefa út verður merkt Deloitte auk þess sem fyrirtækinu verður heimilt að framleiða annað markaðsefni tengt Bestu deildunum.
Það er ánægjulegt fyrir íslenska knattspyrnu að ganga til samstarfs við Deloitte sem hefur verið í fararbroddi fyrirtækja við úrvinnslu gagna úr rekstri knattspyrnunnar í heiminum mörg undanfarin ár í formi skýrslugerðar en síðustu skýrslu Deloitte má finna hér DeloitteFootball Money League 2023 | Deloitte UK.
„Með samstarfinu viljum við styðja við uppbyggingu á íslenskri knattspyrnu og stuðla að enn frekari umfjöllun og sýnileika. Áhersla er lögð á að jafnræðis Bestu deildar karla og Bestu deildar kvenna verði gætt við gerð alls tölfræðiefnis . Við eigum framúrskarandi íþróttafólk og með jafnri áherslu á milli Bestu deildar kvenna og karla í tölfræði, rýni og umræðu, höfum við áhrif á aukinn áhuga og meðbyr þvert á greinina,“ segir Þorsteinn Pétur Guðjónsson, forstjóri Deloitte.
Á myndinni má sjá Birgi Jóhannsson framkvæmdastjóra ÍTF og Þorstein Pétur Guðjónsson, forstjóra Deloitte við undirskrift samstarfssamnings.