fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Siðblindingi opnar sig: Vissi sjö ára gömul að eitthvað væri að þegar hún upplifði sæluvímu við að meiða annað barn

Pressan
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 20:00

Dr. Patric Gagne er greind með siðblindu en hún hefur gefið út ævisögu sína

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patric Gagne er gift tveggja barna móðir sem hefur komið ár sinni vel fyrir borð. Hún er með doktorsgráðu í sálfræði og hefur sinnt meðferðarstarfi um árabil. Hún er hins vegar einnig siðblindingi og í nýrri sjálfsævisögu Sociopath – a memoir, sem hefur vakið talsverða athygli. fer hún yfir með hvaða hætti röskunin hefur haft áhrif á líf hennar.

„Ég er lygari. Ég er þjófur. Tilfinningar mínar rista grunt. Ég þjáist ekki af eftirsjá eða samviskubiti. Ég spila á fólk. Mér er sama hvað öðrum finnst og ég hef ekkert siðferði eða gildi. Þegar ég tek ákvarðanir skipta lög eða reglur mig engu,” skrifar Patric í formála bókarinnar en margir af stærstu fjölmiðlum heims hafa gert bókinni skil.

Forsíða bókarinnar

Algjörlega tilfinningalaus sem barn

Í bókinni kemur fram að Patric hafi áttað sig á því þegar hún var sjö ára gömul að eitthvað væri að. „Ég upplifði ekki sömu tilfinningar og önnur börn. Ákveðnar tilfinningar, eins og gleði og reiði, blossuðu reglulega upp en aðrar eins og sektarkennd, samkennd, eftirsjá og jafnvel ást eða kærleikur gerðu það ekki,“ skrifar hún.

Hún hafi í raun verið algjörlega tilfinningalaus og á einhvern skringilegan hátt hafi hún upplifað einhverskonar þrýsting innra með sér sem hún hafi létt af sér með því að brjóta reglur.

Hún hafi byrjað á því að stela skólatöskum samnemenda sinna. Ekki til að komast yfir nein verðmæti heldur til að upplifa spennuna við að gera eitthvað sem hún vissi að væri rangt. Það hafi gengið í smá tíma en að lokum hafi það hætt að svala þörfum hennar. Þá hafi hún fundið hjá sér þörf til að gera enn verri hluti.

Langaði til að meiða einhvern aftur

Það hafi síðan sprungið út með þeim hætti að vinkona hennar, sem hún nefnir Syd, hafi verið að þrýsta á hana um að koma í heimsókn til hennar eftir skóla og gista. Patric hafi ekki haft neinn áhuga á því, viljað vera ein og því hunsað vinkonuna. Syd brást illa við og endaði með að sparka í skólatösku Patric með þeim afleiðingum að pennaveski hennar datt úr töskunni.

Lýsir Patric því þá hvernig hún hafi án þess að segja orð teygt sig í pennaveskið, tekið út úr því velyddaðan blýant og því næst stungið honum af offorsi í háls vinkonu sinnar sem veinaði upp fyrir sig.

Segir Patric í bókinni að hún hafi verið hálfringluð eftir árásina en hún hafi í kjölfarið upplifað djúpstæða sælutilfinningu.

„Sælan sem ég upplifaði við að stinga Syd var bæði truflandi en að sama skapi freistandi. Mig langaði til að upplifa þetta aftur. Mig langaði til að meiða einhvern en á sama tíma vildi ég það ekki. Ég var ringluð og hrædd,“ segir Patric en málið var tekið föstum tökum af foreldrum hennar sem voru ævareiðir yfir hegðun hennar.

Ekki allir siðblindingjar eru skrímsli

Patric hefur eins og áður segir átt farsæla en litríka ævi að eigin sögn þrátt fyrir siðblinduna en tilhneiging hennar til að virða reglur að vettugi hafi þó iðulega komið henni í ýmiskonar vandræði. Hún hafi náð að bæla niður ofbeldistilhneigingar sínar með geð- og sálfræðiráðgjöf og vill með sögu sinni reyna að vekja athygli á því að fjölmargir í þjóðfélaginu séu að glíma við svipaðar raskanir og þær séu ekki ávísun á að viðkomandi sé skrímsli.

„Það eru ekki allir siðblindingjar hættulegir glæpamenn. Það er ekki auðvelt að finna þá því að þeir eru ekki þessi týpísku skrímsli sem þú ímyndar þér. Þú gætir sofið við hliðina á siðblindingja. Þú gætir jafnvel hafa fætt einn,“ skrifar Patric.

Velur fjölskylduna frekar en að næra siðblindingjann

Í bókinni fjallar hún til að mynda um sambandið við eiginmann sinn og tvo syni sem er sérstakt í meira lagi. Hún segir að siðblinda hennar hafi eflaust haft neikvæð áhrif á alla þrjá en að hún reyni samt sitt besta til þess að minnka skaðann. Opin samskipti skipti þannig miklu máli og synir hennar séu orðnir vanir því að segja henni að þeir þurfi ákveðna hluti frá henni sem móður, sem hún í tilfinningaleysi sínu hafi ekki áttað sig á. „Þá reyni ég að veita þeim það,“ skrifar Patric.

Þá reyni hún sitt allra best til þess að halda aftur af eyðileggjandi hvötum sem stundum blossa upp innra með henni. „Ef ég leyfi mér að hegða mér með slíkun hætti þá skaðar það eiginmann minn og syni en siðblindinginn innra með mér myndi nærast. Hvora vill ég velja? Í níu af hverjum tíu skiptum vel ég þá og það líf sem ég hef ákveðið að lifa. Maður verður að færa fórnir,“ skrifar Patric.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Í gær

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“

Uggandi auðmaður varaði kollega sína við afleiðingum misskiptingarinnar – „Þá verður heygöflunum beint að okkur“
Pressan
Í gær

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður