Áhrifavaldarnir Eggert Unnar og Natan Berg hafa heitið því að gefa þeim sem flettir ofan af huldumanninum Blanksy 100.000 krónur. Hinn lambhúshettuklæddi Blanksy hefur hrellt áhrifavalda á Tiktok og Instagram síðustu daga og hefur hver þeirra á fætur öðrum birt myndbönd sem sýna spellvirki listamannsins.
@eggertunnar Okay here we go 100k ekkert catch, bara segja mer hver er a bakvið þetta 💵💵 #blanksy ♬ original sound – EggertUnnar
@ogvnathen100.000kr fyrir hann sem segir mér hver þessi Blanksy er😤😤 lmk⬇️
Gummi Kíró, Natan Berg, Hjálmar Örn Jóhannson og Eggert Unnar eru á meðal þeirra sem hafa lent í Blanksy, sem spreyjar óræðar tölur á borð við 68% og 12,4% á eigur áhrifavaldanna.
@hjalmarorn110What the hell just happened!!
@gummikiroEf einhver veit hver Blanksy er eða hvað 68% þýðir má endilega láta mig vita 😡
Til stendur að fletta hulunni ofan af Blanksy, sem er þjóðþekktur einstaklingur, í kvöld en ÖBÍ réttindasamtök standa á bak við þennan gjörning. Tilgangurinn er að vekja athygli á kjörum fatlaðs fólks á Íslandi.
Til útskýringar má benda á að þessi 68% sem Blanksy vísar gjarnan til snúa að því að 68% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar samkvæmt rannsókn Vörðu. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en hjá fólki á vinnumarkaði.
12,4% sem Blanksy vísar svo til snúa að kröfu ÖBÍ réttindasamtaka um 12,4% hækkun lífeyris við gerð síðustu fjárlaga. Sú hækkun fékkst ekki heldur var lífeyrir hækkaður um innan við helming þess, sem dugði ekki einu sinni til að halda í við verðbólgu.
@eggertunnarVeit eitthver hver þetta er????
@eggertunnar Þetta er angrins galið dæmi, hjalpum @ogvnathen ♬ original sound – EggertUnnar