fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Fréttir

Heita 100.000 krónum til þess sem flettir ofan af huldumanninum Blanksy

Ragna Gestsdóttir
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 13:30

Blanksy hefur hrellt áhrifavalda undanfarið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áhrifavaldarnir Eggert Unnar og Natan Berg hafa heitið því að gefa þeim sem flettir ofan af huldumanninum Blanksy 100.000 krónur. Hinn lambhúshettuklæddi Blanksy hefur hrellt áhrifavalda á Tiktok og Instagram síðustu daga og hefur hver þeirra á fætur öðrum birt myndbönd sem sýna spellvirki listamannsins.

@eggertunnar Okay here we go 100k ekkert catch, bara segja mer hver er a bakvið þetta 💵💵 #blanksy ♬ original sound – EggertUnnar

@ogvnathen100.000kr fyrir hann sem segir mér hver þessi Blanksy er😤😤 lmk⬇️

♬ original sound – Natan Berg

Gummi Kíró, Natan Berg, Hjálmar Örn Jóhannson og Eggert Unnar eru á meðal þeirra sem hafa lent í Blanksy, sem spreyjar óræðar tölur á borð við 68% og 12,4% á eigur áhrifavaldanna.

@hjalmarorn110What the hell just happened!!

♬ original sound – HjalmarOrn110

@gummikiroEf einhver veit hver Blanksy er eða hvað 68% þýðir má endilega láta mig vita 😡

♬ original sound – Gummi Kíró

Til stendur að fletta hulunni ofan af Blanksy, sem er þjóðþekktur einstaklingur, í kvöld en ÖBÍ réttindasamtök standa á bak við þennan gjörning. Tilgangurinn er að vekja athygli á kjörum fatlaðs fólks á Íslandi.

Til útskýringar má benda á að þessi 68% sem Blanksy vísar gjarnan til snúa að því að 68% öryrkja geta ekki mætt óvæntum útgjöldum án þess að stofna til skuldar samkvæmt rannsókn Vörðu. Þetta er tvöfalt hærra hlutfall en hjá fólki á vinnumarkaði.

12,4% sem Blanksy vísar svo til snúa að kröfu ÖBÍ réttindasamtaka um 12,4% hækkun lífeyris við gerð síðustu fjárlaga. Sú hækkun fékkst ekki heldur var lífeyrir hækkaður um innan við helming þess, sem dugði ekki einu sinni til að halda í við verðbólgu.

@eggertunnarVeit eitthver hver þetta er????

♬ original sound – EggertUnnar

@eggertunnar Þetta er angrins galið dæmi, hjalpum @ogvnathen ♬ original sound – EggertUnnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum

Arion bregðast við reiðiöldu og birta yfirlit yfir helstu breytingar á skilmálum
Fréttir
Í gær

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir

Samtök með skuggalega fortíð auglýsa kynlífs shamanisma námskeið á Íslandi – Sökuð um misnotkun og dýrafórnir
Fréttir
Fyrir 2 dögum

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“

„Krafan um bann við laxeldi er krafa um að svipta fólki vinnunni, voninni og eignunum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember

Þessir tíu leikskólar hafa samþykkt að fara í verkfall 10. desember
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk

Þórhallur sendi Íslandsbanka bréf vegna vaxtahækkunarinnar – Þetta er svarið sem hann fékk
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp

Ellert ráðinn fjármálastjóri hjá Merkjaklöpp
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl

Sýknaður að hluta eftir bílaeltingaleik í Kjós – Þótti ekki líklegur til stórræða á 19 ára gömlum bíl
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna

Hrafnhildur Bridde fasteignasali ákærð fyrir fjárdrátt upp á yfir 115 milljónir króna