Julian Nagelsmann þjálfari þýska landsliðsins er orðinn líklegri en áður til þess að taka við Manchester United í sumar.
Samningur Nagelsmann við þýska landsliðið rennur út eftir Evrópumótið í Þýskalandi, engin sérstök ánægja er með störf hans þar.
Nagelsmann var áður þjálfari FC Bayern en var rekinn þar á síðustu leiktíð.
Nú er Nagelsmann sá þriðji líklegasti til að taka við United í sumar en auknar líkur eru á því að Erik ten Hag verði rekinn.
Gareth Southgate er áfram líklegastur til að taka við United en þar á eftir koma Graham Potter og Nagelsmann.