Jamie Carragher, Liverpool-goðsögn og sparkspekingur, var ekki lengi að svara er hann var spurður út í hvaða leikmann Manchester United hann væri til í að fá í sitt lið.
„Ég tæki sennilega Mainoo,“ sagði Carragher.
Kobbie Mainoo er aðeins 18 ára gamall en hefur brotið sér leið inn í aðallið United á þessari leiktíð og spilar nú stóra rullu.
„Í fyrsta lagi tæki ég hann vegna aldursins. Hann lítur út eins og stjarna og gæti svo sannarlega orðið ein slík,“ sagði Carragher enn fremur.
Hann minntist einnig á að Liverpool gæti nýtt mann eins og Marcus Rashford en var að lokum sáttur við svar sitt.