Tottenham hefur birt ársreikning sinn fyrir síðustu leiktíð þar sem félagið tapaði 87 milljónum punda.
Launin hjá Daniel Levy stjórnarformanni félagsins hækkuðu og voru 3,58 milljónir punda og þá fékk hann 3 milljónir punda í bónus.
Í þessu rekstrarári keypti Tottenham Richarlison á 60 milljónir punda, Pedro Porro á 40 milljónir punda, James Maddisson á 40 milljónir punda og fleiri.
Salan á Harry Kane kemur inn í ársreikning fyrir þessa leiktíð.
Levy hefur undafarið verið að hækka gjaldskrár og verður ársmiðaverð hækkað um 6 prósent á næstu leiktíð og eldri en 65 ára fá engan afslátt eins og verið hefur.
Tottenham er samkvæmt fréttum að leita að fjárfestum til að koma með fjármagn inn í félagið.