Ruben Amorim þjálfari Sporting Lisbon er efstur á lista hjá Barcelona til að taka við í sumar og ætlar félagið að setja allt í botn.
Independent segir frá þessu en þar segir að forráðamenn Barcelona vilji taka forskot á Liverpool í þeirri baráttu.
Amorim er sterklega orðaður við Liverpool eftir að Xabi Alonso afþakkaði starfið til að vera áfram hjá Bayer Leverkusen.
Amorim hefur gert frábæra hluti með Sporting en hann og Roberto De Zerbi eru mest nefndir við Liverpool.
Amorim gæti tekið við á Anfield en Börsungar vilja reyna að klófesta hann þar sem Xavi hættir með liðið í sumar.