Cristiano Ronaldo er í stuði þessa dagana með Al-Nassr en hann skoraði þrennu í gærkvöldi, önnur þrenna hans á þremur dögum.
Ronaldo hefur skorað 36 mörk fyrir Al-Nassr á þessu tímabili sem er magnað afrek fyrir þennan 39 ára gamla mann.
Ronaldo skoraði þrennuna í 8-0 sigri á Abha sem er næst neðstsa lið deildarinnar.
Ronaldo skoraði tvö mörk úr aukaspyrnu en þriðja markið var afar glæsilegt.
Cristiano Ronaldo scores his second hat-trick in three days 🐐 pic.twitter.com/FsZxBjyryw
— GOAL (@goal) April 3, 2024