fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Fókus

Fékk ekki að klæðast blautbúning því framleiðendur vildu „sjá geirvörturnar mínar“

Fókus
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 09:43

Skjáskot/Hard Rain

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikkonan Minnie Driver afhjúpar kynjamismunun og ömurlegar vinnuaðstæður sem hún þurfti að þola þegar hún lék í myndinni Hard Rain sem kom út árið 1998. Hún fór með aðalhlutverk í myndinni ásamt Christian Slater og Morgan Freeman.

Driver segir að hún hafi ekki fengið að klæðast blautbúning undir fötunum, eins og karlkyns meðleikarar hennar, því framleiðendur kvikmyndarinnar vildu „sjá geirvörturnar [hennar]“ í gegnum skyrtuna. Hún greinir frá þessu í hlaðvarpinu I Weigh.

Hard Rain er spennutryllir um náttúruharmleik og flóð vegna mikillar rigningar. Framleiðendur notuðu yfir 75 milljónir lítra af vatni og stórar „rigningavélar“ til að framkalla áhrif ringingarstorms.

Skjáskot/Hard Rain

„Þetta var erfitt, þetta var erfið mynd en allir fengu að klæðast blautbúning undir fötunum. En það var sagt við mig að ég mætti það ekki því þeir vildu sjá geirvörturnar mínar og það var engin ástæða að vera í blautum bol ef það væri ekki hægt að sjá það sem var undir,“ segir Driver.

„Það var bara sagt mjög hispurlaust við mig: „Þú er hálfviti ef þú skilur ekki hvað er í gangi.“ Og ég man eftir því að hafa sagt: „Þetta er rangt.““

Driver segir að hún hafi að lokum ákveðið að hringja í umboðsmann sinn og deilt áhyggjum sínum með honum. Hún segir að það hafi því miður leitt til fjandsamlegs vinnuumhverfis.

„Fólk vildi ekki tala við mig á tökustað, mér var refsað fyrir þetta. Því var svo lekið í pressuna að ég hafi kvartað,“ segir hún.

„Það var látið líta út fyrir að ég væri að kvarta yfir engu og ég væri vandamálið. Þessi gaslýsing, gaslýsing af fjölmiðlum sem þitt umhverfi ýtir svo undir og þú getur hvergi farið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“

Háklassa vændiskona rukkar 1,4 milljónir fyrir endaþarmsmök – „Ég held að karlmenn njóti þess að sjá konur í óþægilegum aðstæðum“
Fókus
Í gær

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun

Ingi skorar á Íslendinga að finna sig – Klukkarinn fær 100 þúsund í fundarlaun
Fókus
Fyrir 2 dögum

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt

Magnús Hlynur hrekkti eiginkonuna og þurfti að sofa á sófanum í nótt
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“

Kjartan er ekki neyddur til að vera í opnu sambandi – „Myndi ekki vilja fara til baka“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum

Íbúar ensks þorps afar ósáttir við fjölmenna kynlífshátíð í næsta nágrennni – Kvarta undan orgum og frygðarstunum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn

Prinsinn orðinn 11 ára – Mamman myndar afmælisdrenginn