Enginn var með 1. vinning í útdrætti kvöldsins í EuroJackpot, en þrír miðahafar í Finnlandi og tveir miðahafar í Þýskalandi voru með 2. vinning og fær hver þeirra rúmar 40,3 milljónir króna í sinn hlut.
Þá voru ellefu miðahafar með 3. vinning og fær hver þeirra rúmar 10,3 milljónir króna í vinning, þar með talinn ljónheppinn miðahafi á Íslandi sem keypti miðann sinn á vef lotto.is. Hinir vinningsmiðarnir voru keyptir í Danmörku, á Ítalíu, Grikklandi og Eistlandi, fjórir miðanna í Þýskalandi og tveir í Noregi.
Enginn var með allar tölur réttar og í réttri röð í Jóker kvöldsins en þrír miðahafar voru með 2. vinning og fær hver þeirra 100.000 krónur í sinn hlut. Tveir miðanna voru keyptir í Lotto appinu en einn miðinn er í áskrift.