fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Fréttir

Norðmenn nota „öfuga aðferð“ varðandi nálgunarbann – Láta ofbeldismanninn ganga með ökklaband

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 3. apríl 2024 08:00

Er kannski rétt að láta ofbeldismennina ganga með ökklaband?

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Til að vernda þá sem sæta ofsóknum og hafa fengið nálgunarbann sett á ofsækjandann þá nota Norðmenn þá aðferð að láta þann sem sætir nálgunarbanninu bera rafrænan sendi, gps-sendi. Sendirinn sendir merki til lögreglunnar ef viðkomandi nálgast fórnarlambið og getur lögreglan þá brugðist hratt við.

Ude og Hjemme segir að um ökklaband sé að ræða, eins og notað er á þá sem afplána refsingu utan fangelsis. Fram kemur að Norðmenn hafi góða reynslu af að nota slík ökklabönd á þá sem hafa hlotið dóma fyrir ofbeldi og hótanir eða ofsæki fólk og sæti nálgunarbanni af þeim sökum.

Ökklabandið virkar öfugt við það sem það gerir þegar það er notað á fólk sem er að afplána refsingu. Þegar það er notað af fólki við afplánun refsingar þá sendir það merki frá sér ef viðkomandi yfirgefur heimili sitt. Í norsku útgáfunni þá sendir það frá sér merki ef viðkomandi nálgast heimili fórnarlambsins.

Þetta þýðir að viðkomandi má ekki fara yfir mörk ákveðins svæðis og er svæðið þannig gert að það á að taka um 25 mínútur að komast frá jaðri þess til heimilis fórnarlambsins. Um leið og gerandinn fer inn fyrir þetta svæði fær lögreglan vitneskju um það og getur brugðist við á viðeigandi hátt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“

Hættuleg umferðarljós í Langholtshverfi vekja reiði íbúa – „Það munaði svo litlu að keyrt væri yfir hana“
Fréttir
Í gær

Banaslys í Garðabæ

Banaslys í Garðabæ
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp

Meintur raðnauðgari ákærður fyrir brot gegn fjórum konum – Nýtti sér að þær gátu ekki spornað við ofbeldinu og tók háttsemina upp
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið

Yfirlýsing frá Ice Pic Journeys – Harma mjög banaslysið
Fréttir
Fyrir 2 dögum

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna

CIA segir að markmiðið hafi verið að drepa þúsundir manna
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum

Ung kona lést þegar eftirlíkingu af víkingaskipi hvolfdi í Noregi – Festist undir bátnum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“

Helgi Magnús ákveðinn: „Ég mun fara alla leið með þetta og gef ekkert eftir“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður

Björguðu manni úr sjálfheldu – Kaldur og skelkaður þegar hann kom niður