Sky News skýrir frá þessu og segir að Chad Daybell sé sagður hafa aflað sér fylgjenda í gegnum bækur sem hann gaf út. Þær eru innblásnar af hugmyndafræði mormóna og fjalla um heimsendi.
Eiginkona hans, Lori Vallow, átti tvö börn áður en þau gengu í hjónaband og er Daybell ákærður fyrir að hafa myrt þau og fyrrum eiginkonu sína, Tammy. Börnin hétu JJ Vallow, sem var sjö ára, og Tylee Ryan, sem var sextán ára.
Ef Daybell verður fundinn sekur um morðin á hann dauðadóm yfir höfði sér.
Eiginkona hans var dæmd í ævilangt fangelsi fyrir ári síðan fyrir morðin á börnunum og aðild að morðinu á Tammy.
JJ og Tylee hurfu á dularfullan hátt í Rexburg í Idaho í september 2019. Þeirra var leitað mánuðum saman en það var ekki fyrr en í júní 2020 sem lögreglan fann líkamsleifar þeirra á afskekktri landareign í eigu Daybell.
Lík JJ var vafið inn í ruslapoka, handleggir hans voru festir saman með límbandi fyrir framan líkamanna. Lík Tylee var brunnið.
Daybell var handtekinn eftir að líkin fundust.