Ein únsa af gulli, únsa er mælieiningin sem er notuð þegar gull er vigtað, seldist þá á sem svarar til um 319.000 íslenskra króna. Það svarar til þess að eitt kíló af gulli kosti um 11,2 milljónir króna.
Síðasta hálfa árið hefur gullverð hækkað um 24%.
CNBC hefur eftir Joseph Cavatoni hjá World Gold Council að hann telji að hækkunina megi rekja til þess að margir spákaupmenn séu þess fullvissir að til vaxtalækkunar komi í júní.
Gullverð hefur tilhneigingu til að þróast í öfuga átt við vaxtarstigið að sögn CNBC. Gull er oft talið örugg fjárfesting á óöruggum tímum og einnig sem trygging gegn verðbólgu. Ástæðan er að gull er aðeins til í takmörkuðu magni en það er alltaf hægt að prenta fleiri peningaseðla.