fbpx
Föstudagur 13.desember 2024
Pressan

Þorpið sem var platað til að selja frá sér nýrun – „Þau stálu nýranu mínu, gáfu mér seðlabúnt og sendu mig aftur heim“

Pressan
Þriðjudaginn 2. apríl 2024 16:03

Skjáskot úr frétt Sky News

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorpið Hokse í Nepal hefur gengur undir viðurnefninu „Nýrnadalur“ enda má á nánast hverju heimili finna íbúa sem hefur selt úr sér annað nýrað. Sagt er að neyðin kenni nakinni konu að spinna, og sárafátæktin í Nepal hefur kennt íbúum að það séu auðlindir innra með þeim.

Sky fréttastofan ræddi við tvo menn á fimmtugsaldri, Kanchha og Ram. Þeir lifa við mikla fátækt og í örvæntingu seldu þeir úr sér annað nýrað.

„Það er ómögulegt að ná utan um hversu margir hafa gert þetta. Þau eru úti um allt, í þessu þorpi, þorpi þar sem svo margir hafa selt úr sér nýra,“ sagði Kanchha sem glímir nú við látlausar kvalir og er óvinnufær eftir aðgerðina.

Svartur markaður með líffæri veltir miklum peningum og þeir sem hafa þetta að atvinnu hafa nýtt sér neyðina í Hokse. Þangað koma líffærasölumenn til að sannfæra fólk um að selja úr sér líffærið þrátt fyrir að um ólögmæt viðskipti sé að ræða.

Þorpsbúar segjast beittir blekkingum. Sumir voru sannfærðir um að nýtt nýra myndi vaxa í stað þess sem selt var. Sumir hafa látið lífið eftir aðgerðina.

Margir ungir menn í Nepal freista gæfunnar erlendis til að afla tekna fyrir fjölskyldur sínar. Þar vinna þeir langa vinnudaga í miklum hita og án þess að fá nægan vökva. Við þessar aðstæður skapast mikið álag á nýrun sig. Hafi þessir menn þegar selt úr sér annað nýrað eru líkurnar á að hitt gefið sig miklar. Þessir menn snúa því aftur til Nepal á þurfa að gangast undir blóðskilun á meðan þeir vonast eftir ígræðslu. Jafnvel heilbrigðir menn með bæði nýrun enda í þeirri stöðu að þurfa ígræðslu, en læknar í Nepal telja að fræða þurfi almenning um mikilvægi þess að drekka nóg af vatni í miklum hita, og að gæta þurfi þess að nepalskir verkamenn á erlendri grund séu ekki látnir vinna of langa vinnudaga í steikjandi hitanum.

Margir íbúar í Nepal hafa farði til Indlands og selt þar úr sér nýra. Þetta gera þeir að eigin frumkvæði eða eftir hvatningu frá líffærasölum. Í Indlandi sem og í Nepal gilda lög um að líffæragjafi þurfi að vera skyldur líffæraþega en svo virðist sem að indverskir heilbrigðisstarfsmenn láti sér í léttu rúmi liggja hvort um raunverulegan skyldleika sé að ræða, eða skáldaðan.

Maður að nafni Santosh greindi frá því við PBS fréttastofuna á síðasta ári að tveir menn hafi komið í þorpið hans í Nepal. Þessir menn hafi lofað honum vinnu í Indlandi. Honum var svo smyglað til Indlands og þaðan var hann fluttur á sjúkrahús þar sem annað nýrað hans var tekið.

„Þau stálu nýranu mínu, gáfu mér seðlabúnt og sendu mig aftur til Nepal. Ég hafði ekki hugmynd um hvað var verið að gera mér.“

Santosh segist hafa verið örvæntingarfullur. Hann sé með sex fjölskyldumeðlimi á framfæri en enga vinnu. Hann hafi því stokkið á tækifærið þegar hann fékk boðið um vinnu í Indlandi. Þetta boð reyndist þó ekki vera annað en lygi.

Honum var sagt að hann væri á leið á sjúkrahús til að gangast undir blóðprufu, en það væri skilyrði fyrir vinnunni. Honum var sagt að segja já við öllu sem læknar spurðu um. Svo vaknaði hann eftir aðgerð, fann fyrir miklum sársauka og sá skurðsár á síðu sinni. Hann fékk svo verkjalyf og var sendur aftur heim. Enn atvinnulaus, enn fátækur og nú aðeins með eitt nýra og óvinnufær.

Kona að nafni Shuddhata greindi frá því að sonur hennar væri heilsulítill eftir að hafa selt úr sér nýrað. Lítil þorp í Nepal séu einangruð og fólk þar standi ekki góð menntun til boða. Þetta geri að verkum að þegar sölumenn dauðans herja á þorpin, þá eigi íbúar sér ekki viðreisnar von.

„Ég heyri af nýrnasölu í þorpinu okkar og ég veit að það er sökum fátæktar. Enginn myndi gera svona ef ekki út af neyð. Ég hugsa að það sem þarf sé fræðsla. Hjálpið okkur með menntun, byggið fyrir okkur skóla, búið til störf fyrir okkur. Allt svo enginn þurfi að vera svo örvæntingarfullur að neyðast til að selja úr sér nýra.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi