Til að róa taugarnar fyrir stórleiki í fótbolta fer Kevin de Bruyne fer miðjumaðurinn frá Belgíu í símann sinn og slakar á.
Þetta kemur fram í nýrri heimildarmynd um síðasta tímabil City sem komin er á Netflix.
Þannig fer De Bruyne í símann sinn og spilar þar hinn vinsæla leik, Candy Crush. Þetta fær hann til að slaka á.
„Ég spila bara leik, ég tala við fólk. Ég get ekki verið kjur,“ segir De Bruyne í heimildarmyndinni.
Bernardo Silva liðsfélagi hans ræddi þetta einnig. „Hann er alltaf bara svona, slakar á og er í símanum.“