Hörmulegt boltatækni og lélegar sendingar Erling Haaland í upphitun um helgina hafa vakið athygli.
Haaland fær að finna fyrir gagnrýni þessa dagana eftir marga slaka leiki.
Roy Keane gagnrýndi Haaland eftir jafntefli við Arsenal þar sem Haaland var ekki mikið með í leiknum. „Hvernig hann skilar frá sér bolta, skallar og hvað það er. Fyrir framan markið er hann kannski sá besti í heimi.“
„Hann verður að bæta þessa hluti sem kemur að leiknum og þessu einfalda dóti, þetta á ekki bara við daginn í dag.“
„Hann er stundum eins og leikmaður í þriðju efstu deild, þannig horfi ég á hann. Hann verður að bæta sig og líklega gerist það á næstu árum.“
Myndband af Haaland má sjá hér að neðan.
“Messi robbed Haaland, he didn’t deserve the Ballon D’or” pic.twitter.com/g5h8ZebhEq
— Abdul (@AbdulAL97) March 31, 2024